Rangæingar skora á Unni Brá

Almennur félagsfundur í Sjálfstæðisfélaginu Kára í Rangárþingi eystra sem haldinn var í kvöld skorar á Unni Brá Konráðsdóttur að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

Í áskorun fundarins segir að það sé mikilvægt að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi breiða skírskotun til kjósenda, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Fundurinn telur að Unnur Brá hafi sýnt það með verkum sínum á Alþingi og í nefndastörfum að hún búi yfir þeim kostum sem góður varaformaður þarf að hafa og að hún muni verða Sjálfstæðisflokknum öflugur og farsæll forystumaður.

42. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 fer fram í Laugardagshöll 23. til 25. október næstkomandi.

Fyrri greinBrýnt að gera ráðstafanir vegna eiturefna í dekkjakurli
Næsta greinVerslunin Ós hættir rekstri