Rangæingar vilja landsfund

Á aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu var samþykkt ályktun þar sem skorað er á formann og miðstjórn flokksins að boða til landsfundar í haust.

„Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu sem haldinn var 19.04.2011 samþykkir að skora á formann Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn flokksins að boða til landsfundar Sjálfstæðisflokksins ekki seinna en í október 2011,“ segir orðrétt í ályktuninni.

Fyrri greinIngunn sýnir í Eden
Næsta greinElfa Dögg: Suðurland – Hvorki meira né minna!