Rangæingar misstu ekki af jólasteikinni

Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út á aðfangadag vegna göngumanns sem var á ferð á milli Sigöldu og Landmannalauga og hafði hann ekki haft samband við tengilið sinn á tilsettum tíma.

Þegar björgunarsveitarmenn voru að leggja í hann komu skilaboð frá göngugarpinum og reyndist allt vera með felldu hjá honum.

Menn misstu því ekki af jólasteikinni eins og útlit var fyrir um tíma.