Rangæingar í Útsvarinu í kvöld

Í kvöld mun Rangárþing eystra keppa í fyrsta sinn í spurningaþættinum Útsvari í Ríkissjónvarpinu.

Keppendur fyrir hönd sveitarfélagsins eru þau Björn Friðgeir Björnsson, Holger Páll Sæmundsson og Elínborg Önundardóttir. Mótherjarnir eru Kópavogsbær en fyrir þeirra hönd keppa Guðmundur Hákon Hermannsson, Reynir Bjarni Egilsson og Soffía Sveinsdóttir.

Keppnin hefst kl. 21.10, strax á eftir landsleiknum, og eru íbúar Rangárþings eystra beðnir um að halda áfram góðum hugsunum og hvatningu í kjölfar leiksins.

Fyrri greinNýtt ungmennaráð í Ölfusi
Næsta greinSvekkjandi tap í Garðabæ