Rammvilltur göngumaður í Þórsmörk

Björgunarsveit á leið í Þórsmörk. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson

Klukkan 16:09 í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem hafði villst við Útigönguhöfða í Þórsmörk.

Hann hafði lagt af stað í gönguferð frá Básum fyrr í dag og ætlaði að ganga að Útigönguhöfða, þaðan upp á Morinsheiði og niður gönguleiðina af Fimmvörðuhálsi. Sá hluti af leiðinni er nokkuð fáfarin og því göngustígurinn ógreinilegur á köflum, enda hafði maðurinn villst í tvígang áður en útkallið barst.

Björgunarsveitamaður sem var staddur í Básum lagði af stað í átt að manninum og aðrir komu akandi í Þórmörk.

Illa gekk að ná sambandi við manninn til að reyna að staðsetja hann nánar en björgunarsveitarmaðurinn mætti honum á Kattarhrygg laust eftir klukkan fimm. Þá hafði göngumaðurinn fundið göngustíginn og var á leiðinni niður í Þórsmörk, þar sem samferðafólk hans beið.

Fyrri greinHæsta tré landsins 70 ára og nálgast 30 metra
Næsta greinTilheyra