Ragnhildur ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar

Stjórn Markaðsstofu Suðurlands hefur ákveðið að ráða Ragnhildi Sveinbjarnardóttur sem nýjan framkvæmdastjóra og tekur ráðningin gildi nú í nóvember.

Ragnhildur hefur starfað hjá Markaðsstofu Suðurlands sem verkefnastjóri í 10 ár og er því öllum hnútum kunnug þegar kemur að starfseminni.

Hún tekur við starfinu af Dagnýju Huldu Jóhannsdóttur, sem sagði upp starfi framkvæmdastjóra á dögunum eftir að hafa sinnt því í átta ár.

Fyrri greinVA arkitektar hanna stækkun og endurbætur Litla-Hrauns
Næsta greinLabba á hlaupabretti með Tinu Turner í eyrunum