Ragnheiður ráðin félagsmálastjóri

Ragnheiður Hergeirsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg hefur verið ráðin félagsmálastjóri hjá Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Félagsþjónustan er samstarfsverkefni Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

Ragnheiður tekur við starfinu á næstu dögum af Álfhildi Hallgrímsdóttir sem hefur látið af störfum.

Fyrri greinHólmfríður níunda í kjörinu
Næsta greinLögreglumönnum fækkar í Árnessýslu