Ragnheiður leiðir Lista framtíðarinnar

Ragnheiður Högnadóttir fjármálastjóri leiðir Lista framtíðarinnar sem býður fram í Mýrdalshreppi í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí næstkomandi.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að um sé að ræða óháð framboð öflugra einstaklinga úr ólíkum áttum, með fjölbreyttan bakgrunn sem bera hag samfélagsins fyrir brjósti.

Listann skipa:
1. Ragnheiður Högnadóttir, fjármálastjóri, 54 ára.
2. Páll Tómasson, trésmiður, 36 ára.
3. Þórey R. Úlfarsdóttir, rekstrarstjóri, 30 ára.
4. Ástþór Jón Tryggvson, þjálfari og forstöðumaður, 19 ára.
5. Pálmi Kristjánsson, aðstoðarhótelstjóri, 34 ára.
6. Brian Roger C. Haroldsson, tónlistarskólastjóri, 51 árs.
7. Katrín Lára Karlsdóttir, umönnun aldraðra, 24 ára.
8. Birgir Örn Sigurðsson, leiðsögumaður, 34 ára.
9. Sigrún Jónsdóttir, verslunarkona, 35 ára.
10. Mikael Kjartansson, verkamaður, 18 ára.

Fyrri greinTraustir innviðir bjóða fram í Mýrdalshreppi
Næsta greinFramboðslisti Miðflokksins í Árborg tilbúinn