Ragnar oddviti bregður búi

„Já, við ætlum að láta staðar numið eftir 21 ár í búskap og snúa okkur öðru. Við munum flytja á mölina, eða á höfuðborgarsvæðið,“ segir Ragnar Magnússon, bóndi í Birtingarholti í Hrunamannahreppi og oddviti sveitarfélagsins.

Ragnar leiddi H-listann til stórsigurs í síðustu sveitarstjórnarkosningum en hann hefur starfað í 14 ár að sveitarstjórnarmálum í Hrunamannahreppi.

Frændi Ragnars, Bogi Pétur tekur við búinu en hann er sonur Eiríks Ágústsonar og Olgu Guðmundsdóttur, en þeir Ragnar og Eiríkur eru bræðrasynir.

Fyrri greinSunnlendingar í forystu hjá Vöku
Næsta greinSelfyssingar unnu stórsigur