Ragnar endurskoðar ákvörðun um að hætta

„Ég ligg undir feldi, það eru margir sem hafa skorað á mig að halda áfram og það þykir mér vænt um. Ég er að skoða mín mál og tek ákvörðun mjög fljótlega,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps.

Hann hafði fyrr í vetur gefið út að hann hyggðist ekki bjóða sig fram fyrir H-listann í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Ragnar hefur setið í 12 ár í meirihluta í sveitarstjórn og verið oddviti síðustu fimm ár.