Ragna ráðin aðstoðarskólastjóri

Stjórnendateymi Laugalandsskóla í Holtum er nú fullskipað eftir að Ragna Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra.

Ragna er mörgum kunn enda hefur hún kennt við skólann í 17 ár. Hún var eini umsækjandinn um stöðuna.

Stjórnendateymi skólans skipa þá Jónas Bergmann nýráðinn skólastjóri, Ragna aðstoðarskólastjóri og Erla Berglind Sigurðardóttir, deildarstjóri stoðþjónustu.

Fyrri greinHákon Þór kominn inn á Ólympíuleikana
Næsta greinÉg þarf að gera grein fyrir atkvæði mínu