Rafræn íbúakosning í mars

„Þetta verkefni er ákaflega spennandi og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með framkvæmd þess,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss.

Rafræn íbúakosning fer fram í sveitarfélaginu dagana 17. til 26. mars næstkomandi þar sem kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög.

Því til viðbótar verður spurt um fleiri samfélagsleg atriði, s.s. skoðun íbúa sveitarfélagsins á tímasetningu bæjarhátíðarinnar Hafnardagar, afstöðu þeirra til persónukjörs og könnuð verður þörf fyrir almenningssamgöngur. Kosningaaldur í kosningunni er sextán ára og eldri.

Niðurstöður kosningarinnar munu verða ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.

Fyrri greinEkkert ferðaveður í nótt og á morgun
Næsta greinKonu leitað við Mýrdalsjökul