Rafmagnstruflanir víða

Verulegar rafmagnstruflanir eru víða um land. Ljósleiðari Mílu á Suðurlandi er í sundur, milli Víkur og Klausturs.

Straumlaust er víða á Vestfjörðum og díselrafstöðvar verið ræstar. Kópaskerslína datt einnig út og straumlaust varð á Kópaskeri, Bakkafirði, Raufarhöfn, Þórshöfn og nærsveitum.

Upplýsingar um orsök og afleiðingar þessara bilana eru enn af skornum skammti að því er fram kemur á vef RÚV.