Rafmagnsstaur brann í Gnúpverjahreppi

Mynd úr safni. Ljósmynd/RARIK

Rafmagnsstaur brann við Hlíð í Gnúpverjahreppi seint í gærkvöldi.

Línunni sló ekki út á meðan staurinn brann en rafmagnið var tekið af á meðan á viðgerð stóð yfir. Á meðan var rafmagnshlaust í Hlíð og á Hæl og nágrenni, norðan við Árnes.

Rafmagnslaust var í um fjörutíu mínútur en straumur var kominn aftur á um klukkan 23:40.

FRÉTTIN HEFUR VERIÐ UPPFÆRÐ

Fyrri greinMiðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli
Næsta greinRafmagn skammtað í Skaftárhreppi