Rafmagnsleysi vegna viðgerðar í nótt

Vegna viðgerðar á straumspennum eftir bilun á Selfosslínu 1 verður rafmagnslaust víða í suðurhluta Árnessýslu milli klukkan 1 og 5 í nótt, aðfaranótt laugardags.

Selfoss mun fá afhent rafmagn um Selfosslínu 2 frá tengivirki á Hellu.

Straumlaust verður í nótt frá kl. 1 til kl. 5 í Hveragerði, Þorlákshöfn, Ölfusi, Þingvöllum og neðri hluta Grímsness. Einnig má búast við skorti á heitu vatni á viðkomandi stöðum.

Fyrri greinSendiherra Indlands heimsótti Selfoss
Næsta greinEngin þrettándagleði í Hveragerði