Rafmagnslaust víða á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust hefur verið víða á Suðurlandi í kvöld. Meðal annars slitnaði rafmagnslína við Bergþórshvol í Landeyjum í kvöld og rafmagnslaust varð í hluta Landeyja.

Skömmu síðar fór rafmagn af stórum hluta Skaftárhrepps eftir að straumur fór af tengivirkinu á Prestbakka vegna veðurs.