Rafmagnslaust víða á Suðurlandi

Ljósmynd/Landsnet

Rafmagnslaust varð víða á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum í morgun eftir að Hellulína 2 leysti út, en fyrir var Hvolsvallarlína 1 úti vegna bilunar í gærkvöldi.

Rafmagn er komið aftur á á Hvolsvelli en samkvæmt upplýsingum frá RARIK er beðið með sveitirnar í Rangárþingi og Mýrdalnum. Víkurþorp er keyrt á varaafli og er verið að vinna í að byggja upp kerfið.

Þá varð rafmagslaust í Þorlákshöfn í skamma stund í morgun þegar Selfosslína 1 milli Ljósfoss og Selfoss leysti út. Einnig varð straumlaust í hluta Skaftárhrepps um stund þegar Prestbakkalína leysti út.

Fyrri greinFjöldahjálparstöðvar opnaðar í Þorlákshöfn og Hellisheiðarvirkjun
Næsta greinHamarshöllin fauk í morgun