Rafmagnslaust er í Mýrdalshreppi austan við Vík, í öllum Skaftárhreppi og allt austur að Jökulsárlóni vegna rafmagnstruflunar sem varð í landskerfinu í kvöld.
Í tilkynningu frá RARIK segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni á alla viðskiptavini.
UPPFÆRT KL. 23:27: Truflanir urðu á Suðurlandi, út frá Prestbakka og Hnappavöllum hjá RARIK. Rétt yfir kl 11 voru allir notendur komnir með rafmagn og flutningskerfið orðið stöðugt.

