Rafmagnslaust milli Víkur og Jökulsárlóns

sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Rafmagnslaust er í Mýrdalshreppi austan við Vík, í öllum Skaftárhreppi og allt austur að Jökulsárlóni vegna rafmagnstruflunar sem varð í landskerfinu í kvöld.

Í tilkynningu frá RARIK segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni á alla viðskiptavini.

UPPFÆRT KL. 23:27: Truflanir urðu á Suðurlandi, út frá Prestbakka og Hnappavöllum hjá RARIK. Rétt yfir kl 11 voru allir notendur komnir með rafmagn og flutningskerfið orðið stöðugt.

Fyrri greinInga Lára og Magnús Karel hlutu menningarviðurkenningu Árborgar 2025
Næsta greinSelfoss 2 skákaði Hvíta riddaranum