Rafmagnslaust í Vík

Rafmagn fór af Vík í Mýrdal síðdegis í dag vegna bilunar í háspennustreng í þorpinu.

Bilunin kom upp á fjórða tímanum í dag og rafmagn var komið aftur á tíu mínútur fyrir sex.

Bilaði strengurinn var aftengdur og straumi komið á annan streng. Ekki er von á frekara raski vegna þessa en viðgerðin á strengnum í framhaldinu hefur ekki straumleysi í för með sér.