Rafmagnslaust í Sandvíkurhreppi

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnsbilun í Sandvíkurhreppi, frá Selfossi að Tjarnarbyggð og Kaldaðarnesi og á Votmúlahringnum. Verið er að leita að biluninni.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Vegna rafmagnstruflana þá sló út dælustöð Selfossveitna. Verið er að vinna í að koma vatninu á aftur.

Fyrri greinÖllum leiðum lokað frá Selfossi – Fjöldahjálparstöðvar opnaðar
Næsta greinMikið tjón í garðyrkjuskólanum – Hjálparsveitin þurfti að snúa frá