Rafmagnslaust í Mýrdalnum

Rafmagnslaust hefur verið í Mýrdalnum síðan í morgun en samkvæmt upplýsingum frá RARIK er bilun á flutningslínu til Víkur. Samkvæmt tilkynningu frá íbúa er brotinn staur í línunni rétt austan við Steina undir Eyjafjöllum.

Slæmt veður er á svæðinu og óvíst hvenær viðgerð líkur. Verið er að gangsetja varavélar í Vík og ætti straumur að vera kominn á þar fljótlega.

Enn er straumlaust í Mýrdal og hefur viðgerðaflokkur sem lagði af stað frá Hvolsvelli skömmu fyrir hádegi ekki enn komist í Mýrdalinn vegna veðurs þannig að óvíst er hvenær rafmagn verður komií Mýrdal.

Einnig varð rafmagnslaust í Fljótshlíðinni síðdegis í dag en straumur var kominn á Vallarkrók og Fljótshlíð inn að Múlakoti kl. 17.05. Viðgerð lauk á línusliti á Fljótshlíðarlínu við Eyvindarmúla kl. 20:05 þannig að allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn.

UPPFÆRT KL. 07:00: Viðgerð á línu fyrir Mýrdal lauk kl. 2:57 og straumur ætti að vera kominn á alla notendur í Mýrdal.

Fyrri greinAndy skoraði og Ottó fékk rautt
Næsta greinBrotnar rúður í bílum og á bæjum