Rafmagnslaust í Hveragerði

Hveragerði. Ljósmynd/Aldís Hafsteinsdóttir.

Rafmagnslaust verður í hluta af Hveragerði og inn dal á morgun, þriðjudaginn 20. apríl frá klukkan 13:00 til 16:00.

Í tilkynningu frá RARIK segir að rafmagnsleysið sé tilkomið vegna vinnu við háspennukerfi.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Hægt er að sjá kort af áhrifasvæðinu á heimasíðu RARIK.