Rafmagnslaust í hluta Bláskógabyggðar aðfaranótt föstudags

Reykholt. Ljósmynd/Markaðsstofa Suðurlands

Vegna vinnu við aðveitustöð Rarik í Reykholti verður rafmagnslaust í dreifbýli í hluta Laugardals, Biskupstungum og upp að Geysi frá kl. 23:50 fimmtudaginn 6. nóvember til kl. 5:00 að morgni föstudagsins 7. nóvember.

Í tilkynningu frá Rarik segir að íbúar í þéttbýli við Laugarvatn og í Reykholti munu hafa rafmagn á þessum tíma en eru beðnir um að fara sparlega með það þar til aðgerðum lýkur.

Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á vef Rarik.

Fyrri greinBláskógabyggð er Sveitarfélag ársins 2025
Næsta greinAndlát: Harpa Elín Haraldsdóttir