Rafmagnslaust eftir bruna í götuskáp

Starfsmenn RARIK vinna að viðgerð á Flúðum í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust hefur verið í miðbæ Flúða, Akurgerði, Vesturbrún og Torfdal síðan á fimmta tímanum í dag eftir að bruni varð í götuskáp við nýja hringtorgið.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Flúðum var kallað út en kaplar bráðnuðu og allt innihald kassans kolaðist og sviðnaði, að sögn Halldórs Ásgeirssonar, varðstjóra hjá BÁ.

Viðgerðarmenn frá Rarik mættu síðan á vettvang og samkvæmt heimildum sunnlenska.is er reiknað með að bráðabirgðaviðgerð muni ljúka um klukkan hálf tíu en bilunin var umfangsmeiri en í upphafi var talið.

Fyrri greinSkorar á HSU að tryggja bráðaþjónustu í Uppsveitunum
Næsta greinSvavar áfram skólastjóri