Rafmagnslaust eftir áflug á Selfosslínu 2

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust varð í hluta uppsveita Árnessýslu laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar Selfosslína 2 sló út.

Rafmagn er komið á alls staðar aftur en samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er líklegasta ástæðan fyrir útleysingunni sú að fugl hafi flogið á línuna. Selfosslína 2 liggur á milli Selfoss og Hellu en ekkert straumleysi varð á þeim stöðum.

Hins vegar varð rafmagnslaust í uppsveitum Árnessýslu og varði rafmagnsleysið í tæpa klukkustund.

Fyrri greinSelfyssingar beinir í baki þrátt fyrir tap
Næsta greinRagnheiður endurkjörin í stjórn og Gissur kosinn í varastjórn