Rafmagnslaust á stórum hluta Suðurlands

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust er á stórum hluta Suðurlands eftir að spennir í Búrfellsvirkjun sló út klukkan 14:09 í dag.

Það var spennir-4 sem leysti út og þar sem spennir-5 er ekki í notkun vegna viðhalds þá varð straumlaust í uppsveitum Árnessýslu og austan Þjórsár að Vík í Mýrdal, ásamt Vestmannaeyjum.

UPPFÆRT KL. 14:37: Rafmagn er komið á Hellu, unnið er að því að koma rafmagni á aðra hluta kerfisins.

UPPFÆRT KL. 14:43: Rafmagn er komið á Hvolsvöll, unnið er að því að koma rafmagni á aðra hluta kerfisins.

UPPFÆRT KL. 14:50: Rafmagn er nú komið til allra notenda og kerfið komið í eðlilegan rekstur.

Fyrri greinÓlöf Ólafsdóttir Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra
Næsta greinBorgarvirki og GT verktakar buðu lægst í Reykjaveg