Rafmagnslaust á stóru svæði í Bláskógabyggð

Sunnlenskar rafmagnslínur. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust verður hjá öllum notendum RARIK á stóru svæði í Bláskógabyggð aðfaranótt miðvikudagsins 10. september vegna vinnu við dreifikerfið.

Rafmagnið verður tekið af kl. 0:01 og er stefnt að því að vinnu verði lokið kl. 5:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Um er að ræða rafmagnsnotendur frá aðveitustöðinni í Reykholti, frá Svínavatni, Laugarvatn, Biskupstungur og upp á hálendið.

Kort af svæðinu má sjá hér fyrir neðan og á heimasíðu RARIK.

Fyrri greinGulur september – geðheilbrigði eldra fólks
Næsta greinHarður árekstur við Skeiðavegamót