Rafmagnslaust á Hellu og víðar í nótt

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Rafmagnslaust verður á Hellu og víðar í Rangárþingi ytra í nótt vegna vinnu við dreifikerfi Rarik.

Rafmagnið verður tekið af kl. 0:01 og verður rafmagnslaust til klukkan 2:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Í tilkynningu frá Rarik segir að nánari upplýsingar sé hægt að fá hjá stjórnstöð í síma 528-9000 og kort af svæðinu má sjá hér.

Fyrri greinBrautarmetin féllu í Hengilshlaupinu
Næsta greinMikilvægt að staðsetja nýjan kirkjugarð í tíma