Rafmagnsbilun í Rangárþingi ytra

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust er í Rangárþingi ytra og samkvæmt upplýsingum frá Rarik er verið er að leita að biluninni.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við Svæðisvakt Rarik á Suðurlandi í síma 528 9890.

UPPFÆRT 09:59: Rafmagn er komið á í Rangárþingi ytra  og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa.

Fyrri greinSex HSK-met og tvö mótsmet á MÍ 15-22 ára
Næsta greinSaumastofan frumsýnd í Ölfusi