Rafmagn skammtað í Skaftárhreppi

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Snemma í morgun varð rafmagnslaust í stórum hluta Skaftárhrepps þegar straumur fór af tengivirkinu á Prestbakka.

Rarik keyrði upp varaafl á Kirkjubæjarklaustri en ekki verður hægt að byrja viðgerð fyrr en veður gengur niður. Appelsínugul viðvörun er í gildi á svæðinu til kl. 17 í dag og ekkert ferðaveður.

Vegna mikils álags á varaafli verður að koma til skömmtunar á rafmagni, þar af leiðandi verður rafmagslaust í Álftaveri frá kl 12:30 til 15:00 í dag.

Fólk á svæðinu er beðið um að spara rafmagnsnotkun eins og hægt er.

Fyrri greinRafmagnsstaur brann í Gnúpverjahreppi
Næsta greinVinningshafar í jólagluggaleik