Raflínur slitnuðu á mörgum stöðum

Frá viðgerðarstað þar sem loftlínur slitnuðu vegna ísingar. Mynd/Rarik

Mikil ísing var í Skaftárhreppi síðustu nótt þannig að rafmagnslínur slitnuðu og staurar brotnuðu. Rafmagnslaust var stærstan hluta dagsins í Mýrdal, Skaftártungu, Meðallandi og Álftaveri.

Unnið var að viðgerðum og bilanaleit í allan dag en í Skaftártungum slitnaði rafmagnslínan á að minnsta kosti tveimur stöðum og í Meðallandi var vitað um þrjá brotna staura og fjögur slit á línum.

Rafmagn komst fyrst á aftur í Skaftártungu og Álftaveri en straumlaust var í hluta af Mýrdalnum þangað til á sjöunda tímanum í kvöld. Í Meðallandi var unnið að viðgerð fram á kvöld og reiknað með að henni yrði lokið þegar líður á kvöldið.

Fyrri greinTokic skoraði fimm mörk á augnabliki 
Næsta greinHamar eina sigurliðið