Rafhleðslustöð í öll sveitarfélög

Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla en stefnan er sett á að hægt verði að hlaða rafbíla um allt land fyrir jól

Fulltrúar frá Orkusölunni hafa verið á ferðinni á Suðurlandi í vikunni en í gær mættu þeir á skrifstofu Flóahrepps og færðu sveitarfélaginu rafhleðslustöð fyrir bifreiðar að gjöf.

Hleðslustöðinni verður fundinn góður staður þar sem íbúar og aðrir notendur geta fengið fulla hleðslu á bíla sína á aðeins 10 mínútum og greitt fyrir með korti.

Með því að færa öllum sveitarfélögum í landinu eina stöð þeim að kostnaðarlausu vill Orkusalan leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að umhverfisvænni lífsstíl.