Rafal bauð lægst í hleðsluturna

Nýi Herjólfur í Vestmannaeyjahöfn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafal ehf í Hafnarfirði átti lægsta boð þegar Vegagerðin bauð út raflagnir fyrir hleðsluturn nýja Herjólfs í Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum.

Nýi Herjólfur er sem kunnugt er rafknúinn og því þarf að vera hægt að hlaða skipið í báðum höfnum.

Hafnirnar voru boðnar út sitt í hvoru lagi og átti Rafal lægstu boðin á báðum stöðum, rúmar 4 milljónir króna í Vestmannaeyjahöfn og tæpar 6 milljónir króna í Landeyjahöfn.

Tilboð Rafals var eina tilboðið sem var undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmlega 4,5 milljónir króna fyrir Vestmannaeyjahöfn og tæpar 6,5 milljónir króna fyrir Landeyjahöfn.

RST net hf. í Hafnarfirði bauð rúmar 4,8 milljónir í Vestmannaeyjahöfn og rúmar 6,8 milljónir í Landeyjahöfn og Árvirkinn ehf á Selfossi bauð rúmar 5 milljónir í Vestmannaeyjahöfn og rúmar 7,2 milljónir í Landeyjahöfn.

Fyrri greinGlæsilegt hús rís á Svarfhólsvelli
Næsta greinSendur í fóstur í sunnlenska sveit