Ráfaði um í óminnisástandi

Mjög ölvaður maður var handtekinn á götu á Selfossi um helgina eftir að tilkynnt hafði verið að hann hefði farið óboðinn inn í tvö íbúðarhús.

Húsráðendur höfðu komið manninum út án mikillra vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu en gat enga skýringu gefið á framferði sínu og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi vafalaust ráfað um í óminnisástandi og ekki vitað hvað hann var að fara.

Fyrri greinEldfljót frá Hellu til Hvolsvallar
Næsta greinDagbók lögreglu: Stungið á hjólbarða í Hveragerði