Ræktuðu kannabis í haughúsi

Kannabisplanta. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Síðastliðinn föstudag fóru lögreglumenn á Suðurlandi í húsleit í útihúsum á bæ í Árnessýslu vegna gruns um að þar færi fram ræktun á kannabisplöntum.

Leitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði dómara og við hana fundust um 280 kannabisplöntur í því sem áður var haughúskjallari á viðkomandi sveitabæ.

Tvennt var handtekið á vettvangi og er málið til rannsóknar áfram.

Fyrri greinHrunamenn leika í 1. deild
Næsta greinSjö manns sagt upp á Þingvöllum