Ráðlegt að sjóða neysluvatn á Klaustri

Kirkjubæjarklaustur. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Íbúar Kirkjubæjarklausturs og nágrennis eru hvattir til að sjóða neysluvatn frá Vatnsveitunni á Kirkjubæjarklaustri þar sem grunur er um kólí eða E.coli gerla í vatninu.

Í tilkynningu frá vatnsveitunni á Kirkjubæjarklaustri kemur fram að hugsanlega sé kólí/E.coli í sýni sem tekið var úr vatnsveitukerfinu síðastliðinn. Upplýsingarnar koma úr forræktun en rannsóknarstofa mun staðfesta niðurstöðurnar á morgun, föstudag.

Nú þegar hafa verið tekin endurtektarsýni víða úr vatnsveitunni, en þangað til niðurstöður liggja fyrir er ráðlegt að sjóða neysluvatn, sérstaklega fyrir viðkvæma hópa.

Fyrri greinFjögur rými fyrir líknandi meðferð opnuð á Selfossi
Næsta greinElín nýr formaður FBSH