Ráðherra heimsótti Bláskógabyggð

Ráðherra ásamt fulltrúum Bláskógabyggðar, Friðheima og Hótel Geysis í gróðurhúsinu á Friðheimum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Gullni hringurinn er ekki aðeins dagsferð fyrir ferðamenn, hér er hægt að dvelja lengi og njóta alls hins besta sem Bláskógabyggð og nær sveitir hafa upp á að bjóða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra sem heimsótti sveitarfélagið Bláskógabyggð í síðustu viku og hitti þar rekstraraðila og sveitastjórnarmenn.

Ráðherra fékk góða yfirsýn yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að á vettvangi ferðaþjónustunnar og heimsótti bæði Friðheima og Hótel Geysi. Þar hitti ráðherra eigendur og rekstraraðila og ræddi meðal annars um áhrifin sem heimsfaraldurinn hafði á fyrirtækin og framtíðarhorfur.

„Gríðarleg uppbyggingin hefur átt sér stað á svæðinu og áhersla er lögð á upplifun ferðamanna. Augljóst er að þar er unnið að því að Ísland sé framúrskarandi í ferðaþjónustu. Ég hlakka til að heimsækja fleiri sveitafélög og rekstraraðila í ferðaþjónustu um allt land,“ segir Lilja.

Létt yfir Lilju og Guðrúnu Magnúsdóttur í eldhúsinu hjá Bjarka Hilmarssyni á Geysi. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Fyrri greinEmilía Hugrún sigraði í söngkeppni NFSu
Næsta greinSteypudrangur bauð lægst í Þjórsárdalsveg