Ráðherrar taka fyrstu skóflustunguna

Fyrsta skóflustungan fyrir LAVA eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður tekin á Hvolsvelli miðvikudaginn 18. maí næstkomandi kl. 16:00.

Þá munu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála taka fyrstu skóflustungurnar.

Barnakór Hvolsskóla syngur við athöfnina en eftir hana verður boðið í kaffi og kleinur í Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinFrambjóðendur kynna sig á Selfossi
Næsta greinÓeðlilegt að ríkið fái tekjur af fráveituframkvæmdum