Ráðherra jákvæður

Kristján Möller, samgönguráðherra, hefur áhuga á að slá tvær flugur í einu höggi með því að sameina virkjun brúarsmíði í Ölfusá.

Þetta kom fram á fundi ráðherra með forsvarsmönnum sveitarfélagsins Árborgar í Samgönguráðuneytinu í síðustu viku. Tilefni fundarins var úttekt sveitarfélagins á rennslisvirkjun í Ölfusá þar sem slíkt mannvirki kæmi í stað brúar við Laugardæli.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, sagðist eftir fundinn ánægður með jákvæð viðhorf ráðherra. „Það var greinilegt að hann vill ráðast fljótt í tvöföldun Suðurlandsvegar,“ sagði Eyþór. Horft er til þess að brúarsmíði fari af stað 2013 eða 2014.

Um miðjan næsta mánuð mun verkfræðistofan Verkís skila greinagerð um hagkvæmni og umhverfisáhrifa rennslisvirkjunar. „Hagkvæmnin við að sameina virkjun og brúarsmíð yrði gríðarleg. Tækifærið er núna eða aldrei,“ sagði Eyþór.

Fyrri greinSigrún yfirgefur þjónustumiðstöðina
Næsta greinMinni umferð þrátt fyrir nýja höfn