Ráða starfsmann í hálft starf

Ákveðið hefur verið að ráða starfsmann í hálft starf til að vinna áfram að verkefninu um Bókabæina austanfjalls.

Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Sveitarfélagið Árborg munu greiða launakostnað starfsmannsins.

Bókabæirnir austanfjalls er klasasamstarf nokkurra aðila sem stefna að aðild að alþjóðasamtökum bókabæja. Bókabæir eru nú til víðsvegar um heiminn og tilgangurinn með þeim er ekki síst sá að hefja bókina til vegs og virðingar, skapa munaðarlausum bókum heimili og farveg auk þess sem margskonar afþreying tengist starfi bókabæjanna.

Fyrri greinHættulegar aðstæður yfirvofandi
Næsta greinKosningunni lýkur í kvöld