Ráðstefna um Kötlu jarðvang

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Katla Geopark standa fyrir jarðvangsráðstefnu til að kynna jarðvanginn á Hvolsvelli í dag.

Ráðstefnan hefst kl. 13:10 á Hótel Hvolsvelli en ráðstefnustjóri er Friðrik Pálsson, formaður Íslandsstofu.

Þeir sem flytja erindi á ráðstefnunni eru Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, Haukur Jóhannesson jarðfræðingur, Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri Háskólafélags Suðurlands, Steingerður Hreinsdóttir, verkefnastjóri AÞS, Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís og Gústaf Gústafsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Umræðustjóri er Þuríður Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Ráðstefnulok eru áætluð kl. 16:00.