Ráðstefna um eldgosavá

Rótarýklúbbur Rangæinga boðar til ráðstefnu í Gunnarsholti í dag þar sem rædd verður eldgosavá í Rangárþingi, forvarnir, afleiðingar og framtíðarsýn.

Ráðstefnan hefst kl. 13 en hún er öllum opin og ekki er neitt þátttökugjald.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Kjartan Þorkelsson, sýslumaður, Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Sveinn Runólfsson, Landgræðslustjóri og Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi.

Í lokin verða fyrirspurnir og umræður en áætluð ráðstefnuslit eru kl. 16.

Ráðstefnustjóri er Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.