Ráðist í nauðsynlega viðgerð á Þuríðarbúð

Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar leggur til að farið verði í framkvæmdir á Þuríðarbúð í sumar. Fyrir liggur tilboð frá Stokkum og steinum og heildarkostnaðaráætlun sem nemur 2,5 milljónum.

Þuríðarbúð er farin að láta á sjá og veruleg slysahætta er vegna fúa í þaki.

Framkvæmda- og veitustjórn hefur óskað eftir viðbótarfjármagni í framkvæmdina þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2012.