Ráðist á mann á Eyraveginum

Skömmu fyrir klukkan fjögur aðfaranótt laugardags var ráðist á mann sem var á göngu á Eyravegi á móts við Húsasmiðjuna á Selfossi.

Árásin hafði aðdraganda sem var sá að tveir menn voru að kíta inni á skemmtistaðnum Fróni og þar tókust þeir líka á.

Þegar annar þeirra yfirgaf skemmtistaðinn fylgdi hinn honum eftir og réðist á hann fyrir utan með því að sparka í fætur hans með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og hlaut áverka á handlegg.