Ráðist á mann á Eyrarbakka

Aðfaranótt sunnudags var lögregla kölluð til eftir að ráðist hafði verið á 27 ára gamlan mann á Búðarstíg á Eyrarbakka.

Hann var blóðugur í andliti eftir og fluttu sjúkraflutningamenn hann til frekari skoðunar á Heilsugæslustöðina á Selfossi.

Áverkar mannsins eru ekki taldir alvarlegir og vitað er hver meintur gerandi er.