Ráðið í nýtt starf markaðs- og kynningarfulltrúa

Rangárþing ytra hefur auglýst laust til umsóknar nýtt starf hjá sveitarfélaginu, markaðs- og kynningarfulltrúa í fullt starf.

Um er að ræða framkvæmdastjórn viðburða ásamt störfum sem tengjast kynningar- og útgáfumálum fyrir Rangárþing ytra m.a. ritstjórn á vef Rangárþings ytra og hugsanlega tengdum vefjum, ýmis sérverkefni m.a. á sviði ferðamála, vinna við stefnumörkun, samantektir og skýrslugerð.

Fulltrúinn aðstoðar einnig einstaklinga og félagasamtök við skipulagningu og utanumhald annarra viðburða í sveitarfélaginu.

Ráðið verður í starfið til eins árs til að byrja með en áætlanir standa til að um framtíðarstarf sé að ræða.

Fyrri greinDaníel tryggði Hamri mikilvæg stig
Næsta greinAukið eftirlit á Hellisheiði