Raðhúsalengja verðlaunuð í fyrsta skipti

Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar árið 2015 hafa verið valdir og hafa þeir fengið viðurkenningu umhverfisnefndar.

Garðarnir eru við Kambahraun 23 í eigu hjónanna Hugrúnar Ólafsdóttur og Jónasar Páls Birgissonar, Laufskógar 5 í eigu hjónanna Mariu Pisani og Guðmundar Bjarnasonar Baldurssonar og raðhúsalengjan Arnarheiði 20–24 en þetta er fyrsta skipti sem allir garðar í raðhúsi hafa verið valdir sem fegurstu garðar Hveragerðis.

Fyrri greinKunnátta í skyndihjálp getur ráðið úrslitum
Næsta greinKristján leysir af í Eyrarbakkaprestakalli