Ráðherrar funda með vettvangsstjórn

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra funduðu í morgun með aðgerðastjórn og almannavarnanefnd á Hellu og fóru yfir stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Fram kom að gosið virðist í rénun og allar aðgerðir á hamfarasvæðinu virðast ganga vel. Ekki er vitað um nein slys á fólki og vel er fylgst með aðstæðum bænda og búfénaðar.

Matsáætlun sem ríkisstjórnin bíður eftir gengur samkvæmt áætlun og verður rædd á næsta ríkisstjórnarfundi.

Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og m.a. funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri.