Ráðherra hafnar færslu hringvegar

Umhverfisráðuneytið hefur synjað staðfestingu á nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps sem gerir ráð fyrir að hringvegur færist að Dyrhólaósi.

Þau rök eru færð fyrir málinu að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafi úrskurðað að einn sveitarstjórnarmaður hafi verið vanhæfur við afgreiðslu skipulagsins.

Hatrammar deilur hafa staðið um legu hringvegarins. Meirihluti skipulagsnefndar og sveitarstjórnar samþykkti loks á síðasta ári að gera ráð fyrir legu hans með Dyrhólaósi, um jarðgöng í Reynisfjalli og á sjóvarnargarði í Víkurfjöru, í stað þess að fara yfir Reynisfjall og um Víkurþorp. Fyrirhugað vegstæði liggur um akra bænda í Reynishverfi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.