Ráðast í byggingu félagsheimilis

Á aðalfundi Stangveiðifélags Selfoss sem haldinn var um síðustu helgi var ákveðið að ráðist yrði í byggingu félagsheimilis á lóð við Víkina.

Sveitarfélagið Árborg úthlutaði félaginu lóðinni og í tilefni 70 ára afmælis félagsins ákvað bæjarráð Árborgar að falla frá innheimtu gjalda vegna hússins.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í framkvæmdina, undirbúningur er í gangi og hugmyndir komnar að útliti þess.

„Þarna verður hægt að vera með móttökur og minni veislur, en við getum líka með þessu eflt félagsstarf okkar, haft hnýtingarkvöld, opið hús og fleira þessháttar,“ segir Guðmundur Marías Jensson, formaður félagsins.

Fyrri greinMikil aukning í sölu á heilsuvörum
Næsta greinSunnlendingar í forystu hjá Vöku